Breiðablik A-sveit Atskákmeistari Taflfélaga 2025



Dagana 24-25 nóvember fór fram Atskákkepni taflfélaga í faxafeni 12. Að þessu sinni voru tólf lið skráð til leiks og telfdar níu skákir á tveimur kvöldum. Nokkuð var um þéttar og vel mannaðar sveitir og fyrirfram var erfitt að veðja um niðurstöðu mótins. Strax í þriðju umferð mættust sterkar sveitir. Þar hafði TR-a sveit betur gegn Skákdeild Fjölnis a-sveit og Breiðablik a-sveit hafði betur gegn Taflfélagi Vestmannaeyja. Héldu þessar fyrrnefndu sveitir uppteknum takti og héldu áfram að vinna sínar viðureignir.

Í lok fimmtu umferðar mættust að lokum A-sveit TR og Breiðabliks. Reyndist viðureignin nokkuð jöfn en Breiðablik hafði betur með minnsta mun 3½-2½ sem nægði til vinna viðureignina og var það að einhverju úrslitaviðureign mótsins.

Á lokadeginum héldu báðar sveitir áfram sinni sigurgöngu og unnu sínar viðureignir

Eftir níu umferðir voru það Breiðablik sem voru þess vegna sigurvegarar með fullt hús 18 liðsstig. Í öðru sæti kom Taflélag Reykjavíkur a-sveit með 16 stig og í þriðja sæti var það Skákdeild Fjölnis með 13 stig.

Sigurlið Breiðabliks: Arnar Milutin, Hilmir Freyr, Benedikt Briem, Stephan Briem, Vignir Vatnar, Birkir Ísak

Sigurlið Breiðabliks: Arnar Milutin, Hilmir Freyr, Benedikt Briem, Stephan Briem, Vignir Vatnar, Birkir Ísak

TR-a lið: Ingvar Wu, Adam, Daði, Jón Viktor, Gauti Páll

TR-a sveit: Ingvar Wu, Adam, Daði, Jón Viktor, Gauti Páll

Fjölnir A-sveit: Helgi Árnason, Jón Árni, Jón Trausti, Dagur, Bragi, Oliver

Fjölnir A-sveit: Helgi Árnason, Jón Árni, Jón Trausti, Dagur, Bragi, Oliver

🥇Breiðablik a-sveit 18

🥈Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 16

🥉Skákdeild Fjölnis a-sveit 13

Lokastaðan eftir 9. umferðir

Lokastaðan eftir 9. umferðir

Taflfélag Reykjavíkur þakkar félögunum fyrir þátttöku og vonast til að sjá enn fleiri sveitir á næsta ári.

Lokastaða mótsins á chess-results:



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.