Helgina 8-10 ágúst fór fram þriðja og jafnframt lokamót í sumarmótaröð Taflfélags Reykjavíkur.
Þetta er annað árið sem Talfélagið heldur þessa sumarmótaröð sem hefur og er komið til að vera.
Mótin halda áfram að vera einn sá besti vettvangur fyrir krakka að kynnast skákskriftum ásamt því að fá sín fyrstu skákstig. Að þessu sinni voru 24 keppendur skráðir til leiks

Dagur Sverrisson og Helgi Fannar

Anh Hai og Tristan Fannar
Fyrir lokadaginn var Anh Hai efstur með fullt hús eftir sigur á Tristani Fannari í 4.umferð.
Anh Hai hélt áfram á lokadegi mótsins með krafti og vann sína skák gegn Degi Sverris. Rétt á eftir honum kom Katrín Ósk með einum vinning minna.
Í sjöttu umferð hafði Anh betur í mjög spennandi skák gegn Vilhelm sem hefði getað farið á báða bóga.

Vilhelm Thor og Anh Hai

Dagur Sverrisson og Katrín Ósk
Í sömu umferð telfdu Dagur og Katrín Ósk lengstu skák mótsins sem endaði á lokum í jafntefli og var Anh orðinn 1.5 vinnig á undan næsta keppenda og þegar búinn að tryggja sér sigur.

Anh Hai og Liam Nam
Með sigri á Liam Nam í lokaumferðinni endaði Anh mótið með fullu húsi. Glæsilegur árangur hjá Anh sem byrjaði bara að tefla í febrúar á þessu ári.
Á öðru borði vann Katrín Ósk sína skák gegn Róbert Heiðari og endaði ein með 5.5 vinning og fékk þar með annað sætið.
Rétt á eftir jafnir með 5 vinninga voru Dagur Sverrisson og Gunnar Þór. Dagur reyndist að þessu sinni hærri á oddastigum og fékk þess vegna þriðja sætið.

Úrslit eftir 7.umferðir

Katrín Ósk, Anh Hai, Dagur Sverrisson
🥇Anh Hai Tran 7
🥈Katrín Ósk Tómasdóttir 5½
🥉Dagur Sverrisson 5

Emilía Sigurðardóttir, Katrín Ósk, Emilía Klara
🥇Katrín Ósk Tómasdóttir 5½
🥈Emilía Sigurðardóttir 3½
🥉Emilía Klara Tómasdóttir 3
Að lokum var tekinn saman heildarárangur úr mótaröðinni og reiknaður var samanlagður árangur úr tveimur bestu mótum.
Lokastaðan var sú að Emil Fenger endaði efstur með 12.5 vinning. Í öðru sæti var Anh Hai með 11.5 vinnig og Katrín Ósk síðan í þriðja með 11. vinning.
Taflfélag Reykjavíkur vill þakka keppendum fyrir þátttöku á mótinu og vonast til að sjá sem flesta á næstu mótaröð sem byrjar í haust. Dagskráin fyrir þau mót verður auglýst síðar
Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á úrslitasíðu mótsins á Chess-results: Sumarsyrpa T.R III