Haustmót TR hefst á morgun – Skráningu í lokaða flokka lýkur kl. 22:00!



Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 hefst miðviudaginn 4. september kl. 18:30. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Ingvar Wu Skarphéðinsson.

 

FYRIRKOMULAG:

Tefldar verða níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu flokkarnir eru skipaðir tíu keppendum hver, þar sem allir tefla við alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi. Í lokuðu flokkunum er keppendum raðað eftir skákstigum (miðað er við september stigalista FIDE).

 

Tímamörk eru 90 mínútur á fyrstu 40 leikina. Að loknum 40 leikjum bætast við 15 mínútur. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar. Í opnum flokki er lágmarksfjöldi þátttakanda 24 og þar af helmingur þeirra með elo-stig.

 

Í opna flokknum eru leyfðar tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-5 og fæst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu við upphaf umferðarinnar á undan. Yfirsetur eru ekki leyfðar í lokuðum flokkum.

Mótið var áður tilkynnt sem minningarmót um Ríkharð Sveinsson en ákveðið var að færa það síðar á dagskrána.

 

DAGSKRÁ:

  1. umferð: Miðvikudagur 4. september kl. 18:30
  2. umferð: Föstudagur 6. september kl. 18:30
  3. umferð: Sunnudagur 8. september kl. 13:00
  4. umferð: Miðvikudagur 11. september kl. 18:30
  5. umferð: Föstudagur 13. september kl. 18:30
  6. umferð: Sunnudagur 15. september kl. 13:00
  7. umferð: Miðvikudagur 18. september kl. 18:30
  8. umferð: Föstudagur 20. septemberr kl. 18:30
  9. umferð: Sunnudagur 22. september kl. 13:00

 

VERÐLAUN:

Verðlaun í A-flokki:

  1. sæti kr. 125.000 kr.
  2. sæti kr. 75. 000kr.
  3. sæti kr. 30. 000kr.
  4. og 5. sæti fá frítt í Skákþing Reykjavíkur 2025.

 

Verðlaun í B-flokki:

  1. sæti kr. 25.000kr.
  2. og 3. sæti fá frítt í Skákþing Reykjavíkur 2025.

 

Verðlaun í C-flokki

 

Verðlaun í Opnum flokki:

  1. sæti kr. 15.000kr.
  2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2025.

 

Stigaverðlaun (verðlaunagripur) fyrir stigalausa, U1800 og U1600.

Sigurvegari hvers flokks áskilur sér þátttökurétt í næsta styrkleikaflokki að ári liðnu. Verði keppendur jafnir að vinningum í efstu sætum verður verðlaunafé skipt eftir Hort-kerfi. Lokaröð keppenda í öllum flokkum ákvarðast af mótsstigum (tiebreaks).

Veitingasala verður á staðnum meðan mótið fer fram. Birnukaffi opið! 

MÓTSSTIG (Tie-break):

Lokaðir flokkar: 1.Sonneborn-Berger 2.Innbyrðis úrslit 3.Fjöldi sigra.

Opinn flokkur: 1.Buchholz (-1) 2.Buchholz 3.Innbyrðis úrslit 4.Fjöldi sigra.

 

ÞÁTTTÖKUGJÖLD:

7.000kr fyrir 18 ára og eldri (5.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 18 ára og eldri).

5.000 kr. fyrir 17 ára og yngri (frítt fyrir félagsmenn T.R. 17 ára og yngri).

Vinsamlegast mætið tímanlega á skákstað til að staðfesta skráningu og greiða þátttökugjald. Þátttökugjöld greiðast með korti eða reiðufé við upphaf móts, eða með innlögn á reikning félagsins.

 

SKRÁNING:

Skráningu í alla lokaða flokka lýkur þriðjudaginn 3. september kl.22:00. Skráningu í opinn flokk lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, þ.e. 4. september kl. 18:15.

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur