16 skákmenn mættu til leiks fimmtudaginn 11.júlí en þessi mót eru að festa sig í sessi og þau alltaf að verða fjölmennari. Benedikt Briem stóð upp sem sigurvegari en hann hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum og hækkar um 97 skákstig sem er frábær árangur. Í örðu sæti var Birki ísak Jóhannsson með 8.5 vinninga og í því þriðja var alþjóðlegi meistarinn, Dagur Ragnarsson með 8 vinninga. Mótið var sterkt og var töluvert um óvænt úrslit. Björgvin Jónas Hauksson átti gott mót og náði góðum úrslitum gegn mun stigahærri skákmönnum, hann hækkar um 37 stig fyrir þann árangur. Kristófer Halldór Kjartansson var hinsvegar með bestan árangur gagnvart eigin skákstigum (þ.e. rating performance) en hann hækkar um 38 stig fyrir sinn árangur. Það er alltaf heitt á könnunni og erum við í TR sannfærð um að þessi mót eigi eftir að verða mjög vel sótt þegar fram líða stundir.
Mótið á chess-results.
Skákstjóri var Guðlaugur Gauti Þorgilsson