Helgina 14-16 júní fór fram fyrsta Sumar Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur. Er þetta ný mótaröð og tilrauna verkefni með það að markmiði að mæta skákþörf yngri kynslóðarinnar yfir sumar tímann. Mótið var haldið með hefðbundnu sniði eins og fyrri Bikarsyrpumót. Tefldar voru sjö kappskákir með 30 mínútna umhugsunartíma eins og flestir keppendur fyrri mótaraða er kunnugt.
Þrátt fyrir frábæra veðurspá voru 25 keppendur tilbúnir að hanga inni við skákborðið alla helgina. Af þeim voru um helmingur kominn með skákstig sem er eitt af aðal markmiðum Bikarsyrpu mótanna.
Mótið var frekar jafnt og mikið um hörku skákir inn á milli.
Fyrir lokaumferðina var það Pétur Úlfar sem var einn efstur með 5 vinninga eftir að hafa unnið 5 skákir í röð. Rétt á eftir honum komu bæði Theodór og Haukur Víðis báðir með 4½ vinning. Það kom í hlut Hauks að mæta Pétri á efsta borði á meðan Theodór tefldi við Hall.
Theodór byrjaði á að vinna sína skák gegn Halli. Skákin hjá Pétri og Hauki ílengdist töluvert lengur en á endanum hafði Haukur sigur eftir langt og strangt hróksendatafl.
Theodór og Haukur voru þá báðir efstir með 5½ vinning og þá kom til að reikna oddastig. Á öðrum oddastigum reyndist Theodór vera einungis hálfu stigi yfir. Theodór var þess vegna úrskurðaður sigurvegari.
?Theodór Eiríksson 5½ (31,5)
?Haukur Víðis Leósson 5½ (31)
?Pétur Úlfar Ernisson 5
Í stúlkna flokki var það Halldóra sem leiddi fyrir lokaumferðin með 3½ vinning. Miroslava sem var ½ vinning á eftir vann sína skák gegn Igor og vann þar með fjórar skákir í röð og endaði efst stúlkna með 4. vinninga.
?Miroslava Skibina 4
?Halldóra Jónsdóttir 3½
?Katrín Ósk Tómasdóttir 2½
Taflfélag Reykjavíkur vill þakka öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst til að sjá sem flesta á næsta móti. Næsta mót fer fram helgina 19-21 júlí.
Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á Chess-results: Sumar Bikarsyrpa I