Theodór Eiríksson sigurvegari Bikarsyrpu IV, Emilía Embla efst stúlkna



Helgina 5-7 apríl fór fram fjórða mótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Mótaröðin sem er að fagna tíu ára afmæli sínu er orðið eitt af fjölmennustu ungmennamótum landsins og hefur færst meir í vinsældir síðustu ár. Er þetta jafnframt eitt af fáum kappskákmótum sem eingöngu er ætlað þessum ákveðna aldurshóp.  Að þessu sinni voru 48 keppendur mættir til leiks og af þeim voru 14 stúlkur sem er örugglega nýtt met. Mikið var um spennandi skákir og sáum þó nokkur tilþrif inn á milli. Einnig var mikið um sviptingar og sérstaklega í lokaumferðinni.

þungir þankar

Fyrir loka umferðina voru Pétur Úlfar, Theodór Eiríksson og Einar Helgi efstir með 5.vinninga. Á efsta borði mættust Pétur og Theodór á meðan Einar Helgi mætti Arnaldi Árna.

Fyrsta skákin til að klárast var hjá Arnaldi gegn Einari Helgi. Arnaldur vann peð í miðtaflinu og náði síðan að vinna endataflið með einu umfram peði sem tryggði honum í leiðinni verðlaunasæti.

úrslitaskák

Skákin hjá Pétri og Theodór var lengi vel alveg í járnum. Eftir uppskipti yfir í endatafl var Pétur peði yfir en Theodór var með virkari menn á móti. Á endanum tókst Theodór að fórna peði og koma síðasta peði sínu upp í borð. Með sigri í lokaumferðinni tryggði Theodór sér sigur í mótinu og endaði einn efstur með 6. vinninga. Er þetta annað mótið sem Theodór vinnur á þessu tímabili.

úrslitaskák nr 2

Lengsta skák mótsins var loka skák mótsins. Haukur Víðis og Jón Louie áttust þar við. Eftir miklar flækjur kom upp að lokum peða endatafl. Var það vænlegra fyrir svartan og hafði Jón Louie sigur og tryggði sér þannig þriðja sætið í mótinu.

verðlaun heildar

?Theodór Eiríksson 6.0

?Arnaldur Árni Pálsson 5.5 (31)

?Jón Louie Thoroddsen 5.5 (26)

 

sóley kría og silja

Þegar kom að stúlkna verðlaunum var einnig hörð samkeppni og jafnvel meiri en oft áður. Margrét Einarsdóttir, Sóley Kría Helgadóttir og Halldóra Jónsdóttir enduðu allar jafnar með 4.5 vinning. Eftir stiga útreikning voru það Halldóra og Sóley Kría sem hlutu bronsið og silfrið.  Emilía Embla varð síðan ein efst með 5.vinninga og aðeins hálfum vinningi frá efstu mönnum.

 

Stúlknaverðlaun

Stúlknaverðlaun

?Emilía Embla Berglindardóttir 5.0

?Sóley Kría Helgadóttir 4.5 (25,5)

?Halldóra Jónsdóttir 4.5 (24)

Taflfélag Reykjavíkur vill þakka öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst til að sjá sem flesta á næsta móti í mótaseríunni sem haldið verður helgina 17-19 maí.

Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á Chess-results:Bikarsyrpa IV 2023-24



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.