Varðandi æfingar haustið 2020



Í kjölfar hertari aðgerða sóttvarnaryfirvalda er ljóst að ekki verður um kennslu að ræða í byrjenda- og stúlknaflokki næstu tvær vikur. Þetta bætist ofaná æfingabann októbermánaðar. Æfingar í framhalds- og afreksflokki verða áfram á netinu. Félagið hefur ákveðið að fella niður æfingagjöld á haustönn í byrjenda- og stúlknaflokki og munu greiðsluseðlar verða felldir niður hjá þeim sem eiga eftir að greiða. Þau sem eru búin að greiða þurfa ekki að greiða æfingagjöld á vorönn 2021.