Róbert með fullt hús á Öðlingamótinu



Við upplifðum breytta hegðun keppenda í skugga Corunu. Haraldur Baldursson kom því í orð: “Mjög skrýtið og óþægilegt að ekki geta tekið í hönd andstæðingsins fyrir skákina”. 

Róbert Lagerman lét það ekki á sig fá – fórnaði snemma peði – fyrir virkni. Þorvarður þurfti að nota þrjá til fjóra leiki til að koma kónginum í skjól og á meðan reyndi “Don” að njörva mennina hans niður. Þorvarði tókst að lokum að ná smá mótspili – en það kostaði aukapeðið og annað til viðbótar og allan tímann á klukkunni. Hróksendataflið tefldi “Don” af öruggi og hafði sigur.

Á öðru borði tefldu Lenka Ptáčníková og Páll Þórsson skák kvöldins. Ekki einu sinni Alpha Zero gæti metið stöðuna um tíma. Páll skeytti litið um mennina sína – allt fyrir sókn og frumkvæði – en Lenka hélt ró sinni og náði að draga tennurnar úr sókninni og þá var skákin unnin.

Oddgeir Ottesen tefldi ekki sína besta skák – gerði lífið auðvelt fyrir Haraldi Haraldssyni. Óskar Maggason og Haraldur Baldursson tefldi góða skák sem endaði í jafnvægi.

Þór Valtýsson lagði mikið á stöðuna sína – öll peðin höfði yfirgefið kónginn fyrir sókn. Halldór Garðarsson náði virki mótspili og Þór varð að nauðhemla og þráskáka.

Sigurjón Haraldsson tíndi tvö peð af Kristjáni Geirssyni og þó Kristján náði mótspil um tíma þá dugði það ekki til að bjarga skákinni.

odl6

Ólafur Gísli Jónsson og Auðbergur Magnússon tefldu skák þar sem hvítur var með miklu betri stöðu lengi en eftir uppskipti á mönnum þar sem Ólafur Gísli var með biskup og riddara á móti hrók skipti skákin um eiganda. Auðbergur náði stórhættulegu frípeði á 7. reitaröð og unna stöðu – en missti af vinningsleiðinni og skákin fjaraði út í jafntefli.

Kristján Örn Elíasson hafði lengi vænlega stöðu á móti Lárusi Bjarnasyni. En Lárus sneri skákinni við – náði að veikja kóngsstöðu Kristjáns og eftir riddarabragð voru dagar hvíta kóngsins taldir.

Jóhann Jónsson heldur áfram að koma á óvart – teflir af yfirvegun eftir langa fjarveru frá skákborðinu. Sigurlaug Friðþjófsdóttir er vön að tefla lengstu skákir kvöldins en varð að gefast upp fyrir Jóhanni áður en allar hinar skákirnar voru búnar. 

Óskar Long Einarsson og Aðalsteinn Thorarensen sömdu snemma jafntefli. Skákin leit betur út fyrir hvítan lengi en eftir smá taktík náði Aðalsteinn að koma skákinni inn í hróksendatafli sem var í jafnvægi.

Sigurjón Þór Friðþjófsson og Kjartan Ingvarsson tefldu stórskemmtilega skák með taktík í allar áttir. Sigurjón var lengi með betra en Kjartan náði virku mótspili og skákin endaði að lokum með jafntefli. Jafnteflið var samið með því að kóngarnir heilsuðust á miðborðinu og báðir keppendurnar skælbrosandi – allt gert til að forðast að takast í hendur.

Jón Eggert Hallsson og Jón Úlfljótsson – skákin var fjörug en samt allan tímann í jafnvægi.

Róbert er með fullt húsi. Spurning er hvort Lenka geti stöðvað sigurgöngu hans í næstu umferð…..???