Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns fer fram í dag, sunnudag, og er þetta í tíunda sinn sem mótið er haldið. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.
Þátttökugjöld eru kr. 1.300 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára, eldri borgara (67) og öryrkja. Þátttökugjöld eru jafnframt aðgangseyrir að safninu en þeir sem þegar hafa aðgang, t.d. með menningarkorti, þurfa ekki að borga þátttökugjald.
Frekari upplýsingar veitir Torfi Leósson, netfang: (torfi.leosson@gmail.com) eða í síma 697-3974. Mótið er jafnan upphafsviðburður skákársins, og við vonumst til að sjá sem flesta á þessu skemmtilega móti.