Myndaannáll



Nýtt ár er gengið í garð, Skákþing Reykjavíkur er á næsta leyti, og starf Taflfélags Reykjavíkur blómstrar sem aldrei fyrr á sínu 114. starfsári.  Hér fylgja nokkrar myndir frá starfinu í vetur.

Skákvertíðin hófst venju samkvæmt með Stórmóti Árbæjarsafnsog Taflfélags Reykjavíkur.Torfi Leósson sést hér rogast með tröllvaxna drottningu.  Í mótinusjálfu sigruðu Róbert Lagerman og Hallgerður H. Þorsteinsdóttir.Haustmótið var vel skipað en 79 ár eru síðan það var fyrst haldið.Einn efnilegasti skákmaður þjóðarinnar, Oliver Aron Jóhannesson,etur hér kappi við stórmeistarann, Stefán Kristjánsson.Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson sigraði örugglega og tapaðiekki skák.

Það átti enginn séns í Jón Trausta Harðarson sem sigraði með

fádæma yirburðum í  B-flokki.

Björn Jónsson, sem hefur stýrt félaginu af miklum krafti á sínu fyrsta
formannsári, setur hér Haustmótið.  Hann heldur með Ítalíu enhefur almennt lítið vit á knattspyrnu.Kjartan Maack varð öruggur Skákmeistari félagsins en hann tryggðisér titilinn strax í fyrstu umferð enda eini TR-ingurinn í A-flokki aðþessu sinni.  Kjartan er hér ásamt Birni formanni og Birgi RafniÞráinssyni, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, aðal-styrktaraðila Haustmótsins.Þrír efnilegir.  Daði Ómarsson, Jón Trausti Harðarson og Dagur Ragnarsson röðuðu sér í þrjú efstu sætin í Hraðskákmótifélagsins í kjölfar Haustmótsins.Björn formaður bar hitann og þungann af glæsilegu alþjóðlegustórmeistaramóti sem T.R. hélt.  Stórmeistarinn Henrik Danielsenstóð sig vel.Úkraínski stórmeistarinn Mikhailo Oleksienko hafði yfirburði ímótinu ásamt samlanda sínum, stórmeistaranum Sergey A.Fedorchuk.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leikur fyrsta leik mótsinsí skák Sergey og alþjóðlega meistarans Arnars Gunnarssonar.Úkraínumennirnir reyndust erfiðir.Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson stóð sig bestÍslendinganna ásamt Henrik.Sergey sigraði með 8 af 9.Erlendu meistararnir létu vel af landi og þjóð.Krakkarnir í T.R. spreyttu sig í fjöltefli gegn Mikhailo.Vetrarmóti öðlinga hefur verið vel tekið.  Það var nú haldið í þriðjasinn.  Magnús Pálmi Örnólfsson var vígalegur og varð efstur ásamtHalldóri Pálssyni og Gylfa Þórhallssyni.Halldór Garðarsson lét sig ekki vanta.

Vetrarmótið var vel skipað og á sína mörgu fastagesti.

Björgvin Kristbergsson fékk viðurkenningu fyrir dygga þátttöku ímótum félagsins undanfarna tvo áratugi.Barnastarfið blómstar.  Einar S. Einarsson, formaður Riddarans,veitir hér Þór Valtýssyni sigurlaunin í flokki 70 ára í kynslóðamótinuÆskunni og Ellinni.Börnin stóðu sig frábærlega og hugsanlega hafa einhverjir hinnaeldri laumast í hjartatöflurnar sínar eftir harða baráttu.Skákin spyr ekki að aldri.Nansý Davíðsdóttir á hér við hinn margreynda Kristján Stefánsson.Æskan og Ellin er með fjölmennari mótum ársins.  Riddarinn, Olís og T.R. standa saman að mótinu.Laugardagsæfingarnar eru vel sóttar af glæsilegum hópi barna.Jólaæfingin var fjörug þar sem foreldrar og börn mynduðu lið.Eru jólasveinarnir þarna líka?Stoltir skákmeistarar.Á milli skáka er gott að gæða sér á ljúffengum jólakræsingum.Skóla- og frístundasvið stendur fyrir jólamóti í samvinnu við T.R.

Fjöldi barna úr skólum Reykjavíkur mætir.  Teflt er í eldri og

yngri flokkum.  Eins og oft áður var Rimaskóli sigursæll.

Barna- og unglingameistaramótið.  Vignir Vatnar og Veronika Steinunnurðu meistarar T.R.Með þeim efnilegustu.  Mykhaylo, Vignir og Róbert.Einbeittur baráttuvilji.Er Vignir Vatnar skoppari?Það var gaman í keiluferðinni hjá TR-krökkunum.Daði og Gauti Páll voru kátir.Veronika og Donika fóru fyrir stelpunum.  Unnu þær?Jólahraðskákmótið er síðasta mót ársins hjá T.R.  og er vel sótt.Mykhaylo og Arnaldur eigast hér við.Fullskipað.Jóhann Ingvason og Vignir Vatnar.  Jóhann sigraði í mótinu,Vignir varð annar.

Taflfélag Reykjavíkur óskar skákmönnum góðs gengis í baráttunni á reitunum 64 á nýju glæsilegu skákári.  Skoðið miklu miklu fleiri myndir í albúmunum hér á vef félagsins.