Stefán Þór Sigurjónsson gaf engin grið á fimmtudagsmóti gærdagsins; vann með fullu húsi og var búinn að tryggja sigurinn fyrir síðustu umferð. Að öðru leyti var keppnin býsna jöfn eins og sést á úrslitunum hér að neðan; keppendur, sem nutu góðs af veitingum Birnu frá hraðskákmóti öðlinga frá því kvöldið áður í kaffihléinu, voru duglegir að kraka heila og hálfa vinninga hver af öðrum. Síðasta fimmtudagsmót vetrarins verður svo næsta fimmtudagskvöld, þ.e. 26. maí. Úrslit í gærkvöldi urðu annars:
1 Stefán Þór Sigurjónsson 7 17.0 23.5 28.0
2 Jorge Fonseca 5.5 18.5 28.5 23.0
3 Elsa María Kristínardóttir 4.5 18.5 27.0 18.0
4-7 Jón Úlfljótsson 3.5 20.0 28.5 13.5
Gunnar Ingibergsson 3.5 19.0 27.0 16.0
Hilmir Freyr Heimisson 3.5 15.5 22.0 15.5
Áslaug Kristinsdóttir 3.5 15.5 22.0 13.0
8-9 Björgvin Kristbergsson 3 19.0 27.5 11.0
Gauti Páll Jónsson 3 14.0 18.5 9.5
10 Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2.5 16.0 24.0 8.5
11 Eyþór Trausti Jóhannsson, 1.5 15.5 21.0 5.0
12 Donika Kolica 1 16.0 24.5 7.0