Taflfélag Reykjavíkur sigraði Taflfélag Vestmannaeyja í síðustu viðureign fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór í gærkveldi í húsnæði TR. Reykvíkingar fengu 37,5 gegn 34,5 vinningi Eyjamanna. Staðan í hálfleik var 20-16. Vestmanneyingar unnu fyrstu umferðina 3,5 – 2,5 en TRingar aðra umferð með 4-2 og þetta setti tóninn fyrir keppnina; liðin skiptust á að vinna umferðir en TRingar yfirleitt með meiri mun. Langdrýgstir TRinga voru Arnar Gunnarsson og Guðmundur Kjartansson með 10 og 10½ vinning en í hópi Eyjamanna fór Björn Ívar Karlsson fremstur í flokki með 9 vinninga.
Árangur Reykvíkinga:
Arnar Gunnarsson 10 v. af 12
Guðmundur Kjartansson 10,5 v.af 12
Snorri Bergsson 5 v. af 12
Bergsteinn Einarsson 5 v. af 12
Júlíus Friðjónsson 1,5 v. af 6
Torfi Leósson 3 v. af 10
Ríkharður Sveinsson 1,5 v. af 5
Eiríkur K. Björnsson 0 v. af 2
Bestir Vestmanneyinga voru:
Björn Ívar Karlsson 9 v. af 12
Ingvar Þór Jóhannesson 7,5 v. af 12
Þorsteinn Þorsteinsson 7 v. af 12
Dr. Kristján Guðmundsson 7 v. af 12