Kristján Örn Elíasson endurtók leikinn frá síðasta fimmtudagsmóti þegar hann sigraði sigraði á fimmtudagsmótinu sem fór fram í gær með 9,5 vinning úr 11 umferðum. Í 2. sæti var Þórir Benediktsson með 9 vinninga en í 3. sæti var Páll Andrason með 8 vinninga. Keppendur voru ellefu og tefldu allir við alla (Round Robin) þar sem hver keppandi hafði 7 mínútna umhugsunartíma á skák.
Baráttan var mjög jöfn og þegar hlé var tekið eftir fimm umferðir var Örn Stefánsson efstur með 4,5 vinning en hann missti þó þráðinn eftir kaffi og fljótlega tók Þórir Ben forystuna en Kristján Örn fylgdi fast á eftir. Þegar þeir tveir mættust svo var Þórir aðeins hálfum vinningi á undan en það breyttist snarlega því Kristján beitti sinni kunnu pirc-hakkvél gegn þeim fyrrnefnda sem fór niður í logum. Við þetta náði Kristján hálfs vinnings forskoti sem hann hélt allt til enda.
Lokastaðan:
1 Kristján Örn Elíasson, 9.5 48.0 57.0 52.5
2 Þórir Benediktsson, 9 48.0 57.5 52.0
3 Páll Andrason, 8 49.0 58.5 46.0
4-5 Guðmundur K. Lee, 7 50.0 59.5 45.0
Sigurjón Haraldsson, 7 50.0 59.5 43.5
6 Dagur Kjartansson, 6.5 50.5 60.0 36.0
7 Örn Stefánsson, 5.5 51.5 61.0 41.5
8 Kjartan Másson, 5 52.0 61.5 25.0
9 Birkir Karl Sigurðsson, 4.5 52.5 62.0 27.5
10 Kjartan Einarsson, 3 54.0 63.5 26.0
11 Finnur Smári Kristinsson, 1 54.0 65.5 1.0