Grand Prix mótið, sem auglýst var nk fimmtudag, hefur verið frestað um viku. Ástæðan er, að ólíklegt þótti að margir myndu mæta vegna landsleiks Íslands og Svíþjóðar í handbolta.
Þó ekki sé í sjálfu sér prinsippmál að víkja fyrir handboltaleikjum, þykir hér vera um sérstakan atburð að ræða og sjálfsagt að verða við kröfu manna um frestun, ekki síst þar eð skákstjórinn sjálfur var einn þeirra sem vildi gjarnan fresta mótinu vegna leiksins.
Handboltastrákarnir gefa skákmönnum því langt nef í kvöld og tökum við því með karlmennsku.
1. Grand Prix mótið eftir áramót fer því fram að viku liðinni.