Yngvi Björnsson með fullt hús á þriðjudagsmótiYngvi Björnsson stóð uppi sem sigurvegari með fullu húsi á þriðjudagsmótinu þann annan mars. Tefldar voru fjórar atskákir með tímamörkunum 15+5. 10 skákmenn mættu til leiks að þessu sinni en nóg er um að vera þessa dagana í íslensku skáklífi. TR heldur nú yrðlinga- og öðlingamót, síðustu helgi var haldið helgarskákmót og þá næstu verður annað slíkt haldið í Kópavogi, af skákdeild Breiðabliks. Næstur í mótinu með þrjá vinninga varð Arnar Ingi Njarðarson, og Sölvi Guðmundsson og Helgi Hauksson hlutu 2.5 vinnings.