Vika í Haustmótið – á þriðja tug keppenda þegar skráðurNú þegar vika er í Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. eykst skráningin jafnt og þétt.  Margir sterkir skákmenn eru þegar skráðir til leiks, þeirra  stigahæstur alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson.  Næstur í stigaröðinni kemur Davíð Kjartansson og þá Einar Hjalti Jensson, sem hefur farið mikinn síðan hann dró fram taflmennina á nýjan leik fyrir skemstu.

Skráning í opinn flokk stendur yfir fram að mótsbyrjun en skráningu í lokaða flokka lýkur nk. laugardagskvöld kl. 18.  Töfluröð verður dregin sama kvöld.  Skráning fer fram á heimasíðu T.R. og keppendalistann má skoða hér.