Vignir Vatnar (Húsasmiðjan) sigraði á æsispennandi Borgarskákmóti



Fide-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á afar vel sóttu og spennandi Borgarskákmóti sem fram fór í netheimum sunnudagskvöldið 1. nóvember síðastliðinn. Hlaut hann 7.5 vinning af 9 mögulegum og tefldi fyrir Húsasmiðjuna. 41 skákmaður tóku þátt í mótinu. Í öðru og þriðja sæti með sjö vinninga urðu þeir Guðmundur Kjartansson, sem tefldi fyrir Verkís, og Hjörvar Steinn Grétarsson, sem tefldi fyrir Júpíter. Þrír stórmeistarar tóku þátt í mótinu, fjórir alþjóðlegir meistarar, þrír Fide-meistarar og einn stórmeistari kvenna. Teflt var með tímamörkunum 4+2. Yfirleitt fer mótið fram í Ráðhúsinu, en mótið er samstarfsverkefni Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélagsins Hugins. Jón Eggert Hallsson, formaður Hugins, dró fyrirtæki fyrir keppendur og hér má sjá fyrir hverja skákmenn tefldu:

Iðunn Helgadóttir – Sorpa, Helgi Pétur Gunnarsson – KFC, Davíð Kjartansson – Suzuki, Bragi Þorfinnsson – Ís-Spor, Oddgeir Ágúst Ottesen – Hreyfill-Bæjarleiðir, Benedikt Þórisson – Sjóvá, Halldór Ingi Kárason – Ásbjörn Ólafsson, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason – Grillhúsið, Maxime Segal – Eignamiðlun, Sæþór Ingi Sæmundarson – HS Veitur, Hörður Jónasson – Kvika Banki, Hjörvar Steinn Grétarsson – Júpíter, Gunnar Erik Guðmundsson – Íslandsstofa, Ingvar Wu Skarphéðinsson – Samhentir, Helgi Áss Grétarsson – Góa Linda, Jón Viktor Gunnarsson – Happdrætti Háskóla Íslands, Geir Waage – Mjólkursamsalan, Gauti Páll Jónsson – ÍTR, Óskar Long Einarsson – Hlöllabátar, Gunnar Fr. Rúnarsson – Þorbjörn hf., Árni Ólafsson – Alþýðusamband Íslands, Tómas Veigar Sigurðarson – Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Lenka Ptácníková – Hvalur Hf., Arnar Erwin Gunnarsson – Kaupfélag Skagfirðinga, Adam Omarsson – Reykjavíkurborg, Jóhann H. Ragnarsson – Guðmundur Arason ehf., Elvar Guðmundsson – Faxaflóahafnir, Guðmundur Kjartansson – Verkís, Andri Gretarsson – Landsbankinn, Bragi Halldórsson- Efling stéttarfélag, Hörður Aron Hauksson – Verkalýðsfélagið Hlíf, Birkir Hallmundarson – Nói Síríus, Mikael Bjarki Heiðarsson – Hlaðbær Colas, Vignir Vatnar Stefánsson – Húsasmiðjan

TR og Huginn þakkar öllum keppendum fyrir þáttökuna í þessu skemmtilega móti! Hér má sjá nánar um úrslit mótsins.