Úrslit & skákir


Pos1Við leggjum metnað í að halda vel utan um úrslit móta sem haldin eru af félaginu. Við viljum líka að sem flestar skákir úr kappskákmótum félagsins séu aðgengilegar á rafrænu formi og því hefur stór hluti skáka úr mótum síðari ára verið innsleginn. Telja þær í þúsundum.

Í töflum yfir sigurvegara má sjá meistara helstu móta okkar í gegnum söguna og standa þar upp úr Skákþing Reykjavíkur og Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem bæði hafa verið haldin síðan á fjórða áratug síðustu aldar. Enn fleiri og ítarlegri úrslit má finna á Chess-Results hvar við hlöðum upp stærstum hluta móta félagsins.