Tvöfaldur sigur TR-stúlkna á ÍslandsmótinuElín Nhung og Veronika Steinunn Magnúsdóttir urðu efstar og jafnar með 6 vinninga í b-flokki  Íslandsmóts kvenna sem fram fór um helgina.  Sigur þeirra var öruggur þar sem 2 vinningar voru í næstu keppendur.  Ásamt Elínu og Veroniku tók Donika Kolica úr T.R, þátt í mótinu og lauk keppni í 5. sæti með 3 vinninga en alls tóku þátt 8 keppendur.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá stúlkunum sem allar hafa sótt laugardagsæfingar félagsins af miklum krafti undanfarin misseri.  Þess má einnig geta að Veronika er dóttir hins efnilega skákmanns, Magnúsar Kristinssonar, sem setið hefur í stjórn félagsins undanfarin ár.

Þær Elín og Veronika munu tefla um efsta sætið sem gefur sæti í a-flokki að ári.  Dagsetning hefur ekki verið ákveðin.