Tvær stúlkur úr T.R. á Norðurlandamóti stúlkna



Dagana 8.-10. apríl sl fór fram Norðurlandamót stúlkna í skák í Jetsmark, Danmörku.  Tveir liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur voru á meðal þátttakenda; Elín Nhung (1310) keppti í b-flokki (stúlkur fæddar 1995-1997) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1389) keppti í c-flokki (stúlkur fæddar 1998 og síðar).

Veronika stóð sig afar vel og vann bronsverðlaun í sínum flokki en Elín varð í 9.-10. sæti í sínum flokki og nýtir þetta mót án efa til að koma ákveðnari til leiks í næsta mót á erlendri grundu enda hafa stúlkurnar báðar verið á mikilli siglingu að undanförnu.

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur er stolt af því að eiga svo glæsilega fulltrúa á Norðurlandamóti.  Það er enginn vafi á því að hér fara tvær af efnilegri skákkonum landsins!