TR tekur þátt í EM TaflfélagaTaflfélag Reykjavíkur mun senda lið eins og oft áður á Evrópukeppni Taflfélaga, sem fram fer í ár í Norður-Makedóníu. Mótið fer fram 17.-25. september. Tvö önnur íslensk félög senda lið til leiks, Skákfélag Selfoss og nágrennis annars vegar og Víkingaklúbburinn hins vegar, þetta verður sannkölluð Íslendingaferð!

Mótið er afar sterkt og er lið TR skráð aðeins fyrir neðan miðju, nr. 22 af 38 miðað við meðalstig. Fjórir reynsluboltar munu tefla fyrir hönd félagsins og tveir yngri skákmenn sem ekki hafa teflt fyrir félagið áður á erlendri grund, en eiga það þó sameiginlegt að hafa teflt í landsliðsflokki. Liðið skipar:

  1. GM Guðmundur Kjartansson
  2. GM Oleksandr Sulypa
  3. GM Margeir Pétursson
  4. FM Ingvar Þór Jóhannesson
  5. Alexander Oliver Mai
  6. Gauti Páll Jónsson