Torfi sigraði á fjölmennu fimmtudagsmótiTR-ingurinn öflugi, Torfi Leósson sigraði örugglega á fimmtudagsmóti sem fram fór í kvöld.  Torfi sigraði alla sína andstæðinga og hlaut 7 vinninga í 7 skákum.  Annar með 6 vinninga varð norðlendingurinn knái, Halldór B. Halldórsson og Jon Olav Fivelstad hafnaði í þriðja sæti með 5 vinninga.

Alls tóku 22 þátt að þessu sinni og var mikið fjör í skákhöllinni en ásamt glæsilegum verðlaunapeningi voru óvænt aukaverðlaun í boði sem að þessu sinni var bíómiði.  Aukaverðlaun verða á öllum æfingum fyrsta fimmtudag í mánuði í vetur.

Úrslit:

  • 1. Torfi Leósson 7 v af 7
  • 2. Halldór B Halldórsson 6 v
  • 3. Jón Olav Fivelstad 5 v
  • 4.-11. Páll Andrason, Jóhann H Ragnarsson, Kristján Örn Elíasson, Dagur Andri Friðgeirsson, Dagur Kjartansson, Hörður Hauksson, Þórir Benediktsson, Magnús Kristinsson 4 v
  • 12.-13. Helgi Brynjarsson, Eiríkur Örn Brynjarsson 3,5 v
  • 14.-17. Ólafur Gauti, Tjörvi Schioth, Örn Leó Jóhannsson, Geir Guðbrandsson 3 v
  • 18.-19. Helgi Stefánsson, Birkir Karl Sigurðsson 2,5 v
  • 20. Sveinn Gauti 2 v
  • 21. Benjamín G Einarsson 1 v
  • 22. Sindri S Jónsson 0 v