Torfi Leósson efstur á þriðjudagsmótiTorfi Leósson halut 3.5 vinning af fjórum á þriðjudagsmóti þann 16. febrúar, en leyfði jafntefli í fyrstu umferð gegn hinum unga Mikael Bjarka Heiðarssyni. Næstir í röðinni, með þrjá vinninga, voru Gauti Páll Jónsson, sigurvegari síðasta þriðjudag, Arnar Ingi Njarðarson og Arnljótur Sigurðsson. 14 skákmenn mættu til leiks, auk kvikmyndagerðarmanna sem unnu að mynd um þessa veislu viskunnar sem þriðjudagsmótin eru!

Úrslit og lokastöðu mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta atskákmót verður þriðjudagskvöldið 23. febrúar næstkomandi klukkan 19:30 í TR.