Þorvarður efstur á ÖðlingamótinuIMG_8067

Þorvarður stefnir hraðbyri í átt að sínum þriðja Öðlingameistaratitili.

Þegar fjórum umferðum er lokið á Skákmóti öðlinga er Þorvarður F. Ólafsson (2195) einn efstur með fullt hús vinninga. Þorvarður sigraði Magnús Kristinsson (1822) í fjórðu umferð en báðir höfðu þeir lagt alla sína andstæðinga fyrir umferðina. Magnús er í 2.-4. sæti með 3 vinninga ásamt Stefáni Arnalds (2007) og Ólafi Gísla Jónssyni (1904).

IMG_8066

Ólafur Gísli vann góðan sigur á Sigurði Daða.

Nokkuð var um óvænt úrslit og má fyrst nefna sigur Ólafs Gísla á Fide-meistaranum Sigurði Daða Sigfússyni (2299) og sömuleiðis lagði Ingi Tandri Traustason (1916) Kjartan Maack (2110). Þá gerðu núverandi öðlingameistari Einar Valdimarsson (2029) og Kristján Geirsson (1492) jafntefli.

odl

Kristján Örn Elíasson samdi um skiptan hlut við Árna H. Kristjánsson.

Fimmta umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Þá leiða m.a. saman hesta sína Þorvarður og Ólafur, Stefán og Magnús, sem og Sigurður Daði og Óskar Long Einarsson (1691). Áhorfendur velkomnir – heitt á könnunni!