Stórmeistaramót T.R. í samstarfi við CCP og MP bankaÍ tilefni af 110 ára afmælisárs Taflfélags Reykjavíkur stendur félagið, ásamt CCP og MP Banka, að veglegu stórmeistaramóti laugardaginn 9. janúar. Átta af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt, sex stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Mótið fer fram í höfuðstöðvum CCP að Grandagarði 8 og hefst klukkan 13.

 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins.