Sprengjuregnið heldur áfram í Skákþingi Reykjavíkur



Áfram er haldið í Skákþinginu, spennan eykst og í hverri umferð má finna mörg glæsileg tilþrif.  Hér eru nokkur dæmi um þau:

Sigurbjörn Björnsson – Þór Valtýsson. Fide meistarinn er búinn að saumaað Þór og innbyrðir hér vinninginn laglega. Hvítur á leik.Oliver Aron Jóhannesson – Nansý Davíðsdóttir. Menn hvíts eru stilltir upptil sóknar og bíða færis. Hvítur á leik.Haraldur Baldursson – Stefán Bergsson. Stefán vill sókn og lítið annað.Kóngur hvíts er berskjaldaður. Svartur á leik.Lenka Ptacnikova – Ólafur Gísli Jónsson. Hinn geðþekki og yfirvegaðibarnalæknir er ekki eins rólegur á skákborðinu. Hér fær stórmeistarikvenna að finna fyrir því.  Svartur á leik.Bárður Örn Birkisson – Dawid Kolka. Peð fyrrverandi Íslandsmeistarabarna eru skæð á drottningarvængnum. Dawid spáir í frekari aðgerðir.Svartur á leik.Vignir Vatnar Stefánsson – Ólafur Hlynur Guðmarsson. Vigni þarf ekki að kynna.Flétturnar þurfa ekki alltaf að vera langar. Hvítur á leik.Brynjar Haraldsson – Pétur Jóhannesson. Pétur er manna iðnastur í skák-mótum. Hér var allt búið að vera upp í loft og þá eru afleikir dýrir. Svartur á leik.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1 2 3 4 5 6 7 8 9
  • Myndir
  • Mótstöflur SÞR
  • Skákmeistarar Reykjavíkur