Símon Þórhallsson efstur á ÞriðjudagsmótiSímon Þórhallsson vann með fullu húsi fyrsta Þriðjudagsmót haustsins sem fór fram 1. september. Næstir voru Gauti Páll Jónsson og Davíð Stefánsson með þrjá vinninga og með tvo og hálfan vinning voru þeir Aðalseinn Thorarensen og Helgi Hauksson. Davíð hækkar mest allra á stigum fyrir sína framistöðu. Tími gafst til að spritta skákbúnaðinn eftir hverja umferð eins og enginn væri morgundagurinn!

Úrslit mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót fer fram í kvöld klukkan 19:30.