Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram um helgina



Um helgina fer fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga.  Að venju er teflt í Rimaskóla og er dagskráin sem hér segir:

  • 5. umferð – föstudag 5. mars kl. 20
  • 6. umferð laugardag 6. mars kl. 11
  • 7. umferð laugardag 6. mars kl. 17

Sveitir T.R. stóðu sig vel í fyrri hlutanum og eiga b- og c- sveitirnar nokkuð góða möguleika að komast upp um deild, b-sveitin upp í fyrstu deild og c-sveitin upp í aðra deild.  A-sveitin siglir lygnan sjó um miðbik fyrstu deildar, d- og e- sveitir eru um miðbik fjórðu deildar og f-sveitin er í neðri hluta sömu deildar.

Til upprifjunar má finna samantekt um árangur sveitanna í fyrri hlutanum síðastliðið haust hér.