Sævar tekur forystuna á VetrarmótinuAlþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, hefur hálfs vinnings forskot fyrir lokaumferð Vetrarmóts öðlinga sem fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld.  Sævar sigraði Júlíus L. Friðjónsson í toppbaráttunni í sjöttu umferð sem fram fór í gærkvöldi.  Á sama tíma gerðu Sverrir Örn Björnsson og Þór Valtýsson jafntefli og hafa þeir nú báðir gert þrjú jafntefli í röð

 

Önnur úrslit í skákum efstu manna voru þau að Gylfi Þórhallsson sigraði Siguringa Sigurjónsson og Halldór Pálsson lagði Eggert Ísólfsson.  Staðan eftir sex umferðir er sú að Sævar er efstur með 5 vinninga eftir fimm sigra í röð, en Júlíus, Sverrir, Gylfi og Halldór koma næstir með 4,5 vinning.  Það er því ljóst að lokaumferðin verður spennandi en þá mætast m.a. Halldór og Sævar, Júlíus og Gylfi sem og Jóhann H. Ragnarsson og Sverrir Örn.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1 2 3 4 5