Rimaskóli sigraði á Reykjavíkurmóti grunnskólaReykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fór fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur
í Skákhöllinni í Faxafeni í kvöld.

Glaðir liðsstjórar

Tíu sveitir frá fjórum skólum voru skráðar til keppni. Flestar voru sveitirnar frá Hólabrekkuskóla, eða fjórar talsins, þrjár komu úr Rimaskóla, tvær úr Laugalækjarskóla og ein frá Húsaskóla. Tefldar voru sex umferðir eftir Monrad- kerfi og var umhugsunartíminn 15 mínútur á skák.

Leikar fóru svo að a- sveit Rimaskóla með Hjörvar Stein Grétarsson í broddi fylkingar vann afar sannfærandi og glæsilegan sigur. Hlaut hún 23½ vinning af 24
mögulegum, 6½ vinningi fyrir ofan helsta keppinaut sinn, a- sveit
Laugalækjarskóla. Um önnur úrslit vísast til neðangreindrar töflu:

1.        Rimaskóli a- sveit                      23½ vinn.          (1.Hjörvar Steinn
Grétarsson 2.Hörður Aron Hauksson 3.Sigríður Björg Helgadóttir 4.Hrund Hauksdóttir)
2.        Laugalækjarskóli a- sveit            17                     (1.Aron Ellert
Þorsteinsson 2.Einar Ólafsson 3.Örn Leó Jóhannsson 4.Benedikt Sigurleifsson)
3.        Laugalækjarskóli b- sveit            13½                  ( 1.Eyjólfur Emil
Jóhannsson 2.Alexander Már Brynjarsson 3.Gísli Axelsson 4.Nicola Remic)
4.        Rimaskóli c-sveit                       13
5.        Húsaskóli                                  12½
6.        Rimaskóli b- sveit                      12½
7.        Hólabrekkuskóli                         12½
8.        Hólabrekkuskóli b-sveit              8
9.        Hólabrekkuskóli c- sveit             5
10.        Hólabrekkuskóli d- sveit             2½

Reykjavíkurmót  grunnskólasveita í skák er haldið á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur og annast Taflfélag Reykjavíkur mótshaldið. Skákstjórar voru Óttar Felix
Hauksson og Ólafur H. Ólafsson