Öruggur sigur Þóris Ben á fimmtudagsmótiÁ annan tug skákmanna hitaði upp fyrir Íslandsmót skákfélaga á síðastliðnu fimmtudagsmóti. Þórir Benediktsson vann í fyrstu sex umferðunum og var búinn að tryggja sér sigurinn áður en hann gerði jafntefli í síðustu umferð. Jóhann Bernhard laut í gras fyrir Þóri í fyrstu umferð en tapaði ekki upp frá því og lenti ásamt Stefáni Péturssyni í öðru til þriðja sæti. Úrslit urðu annars sem hér segir:  

1   Þórir Benediktsson            6.5     

2-3  Jóhann Bernhard              5

     Stefán Pétursson,            5       

4-6  Elsa María Kristínardóttir   4.5

     Örn Leó Jóhannsson           4.5

     Kristófer Jóel Jóhannesson   4.5

7-8  Emil Sigurðarson             4

     Vignir Vatnar Stefánsson     4

9-11  Birkir Karl Sigurðsson      3.5

      Gunnar Friðrik Ingibergsson 3.5

      Oliver Aron Jóhannesson     3.5

12-13 Jón Trausti Harðarsson      3

      Björgvin Kristbergsson      3

 14   Heimir Páll Ragnarsson      2.5

15-16 Kristinn Andri Kristinsson  2

      Gauti Páll Jónsson          2

17-18 Vébjörn Fivelstad           1

      Guðmundur Garðar Árnason    1