Öruggur sigur Guðmundar í 6. umferðGuðmundur Kjartansson (2365) sigraði írska skákmanninn, R. Griffiths (2107), örugglega í 6. umferð Hastings skákmótsins sem nú fer fram og lýkur 5. janúar.  Guðmundur hefur hlotið 4 vinninga í 6 skákum og er kominn í hóp efstu manna.