Öðlingamótið í fullum gangiUndanfarnar vikur hefur farið fram skákmót öðlinga sem Taflfélag Reykjavíkur heldur ár hvert.  Þátttökurétt hafa allir þeir sem náð hafa 40 árunum og ávalt skapast skemmtileg stemning á þessum mótum þar sem margar “fornar og aldnar” hetjur skákborðsins etja saman kappi í skákhöllinni að Faxafeni 12.

Meðal þeirra sem taka þátt í ár eru Þorsteinn Þorsteinsson (2288), Bragi Halldórsson (2238) og Björn Þorsteinsson (2204).  Ásamt Birni taka þátt úr Taflfélagi Reykjavíkur þeir Eiríkur K. Björnsson (2046), Halldór Pálsson (1952), Páll Þórhallsson (2045), Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir (1789), Björgvin Kristbergsson (1215) og Pétur Jóhannesson (1035).

Sjöunda og síðasta umferð verður tefld næstkomandi miðvikudagskvöld en fyrir hana er Björn efstur með 5,5 vinning, og jafnir í 2.-4. sæti með 4,5 vinning eru Bragi, Þór Valtýsson (2090) og Jóhann H. Ragnarsson (2108).

Hraðskákmót öðlinga fer síðan fram miðvikudagskvöldið 20. maí en þá verður jafnframt verðlaunaafhending fyrir öðlingamótið.

Myndir frá mótinu

Skákir úr mótinu