Netmót hjá TR!Nú þegar búið er að skella í lás þýðir ekkert annað en að bjóða upp á netskákmót! Mótin verða haldin í gegnum Team Iceland á chess.com

Dagskrá:

Þriðjudagurinn 30. mars 2021 klukkan 19:30: Þriðjudagsmót, 4. umferðir með tímamörkum 15+5. Hlekkur á mótið.

Miðvikudagurinn 31. mars 2021 klukkan 19:30. Hraðskákmót öðlinga. 7. umferðir með tímamörkunum 7+0. Mótið er einvörðungu opið skákmönnum 40 ára og eldri. Hlekkur á mótið.

Fimmtudagurinn 1. apríl 2021 klukkan 11:00. Páskaeggjamót TR! 9. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið er opið öllum. Veitt verða páskaegg í verðlaun fyrir 1.-3. sæti, egg nr. þrjú, fjögur og fimm. Sömu verðalun fyrir 1.-3. sæti í barnaflokki, 15 ára og yngri, miðað við grunnskólaaldur. Hlekkur á mótið.

Fimmtudagurinn 8. apríl 2021 klukkan 19:30. Hraðskákmót yrðlinga. 7. umferðir með tímamörkunum 7+0. Mótið er einvörðungu opið skákmönnum á aldrinum 18-39 ára. Hlekkur á mótið birtist þegar nær dregur.