Magnús Pálmi sigraði á fimmtudagsmóti gærkvöldsins



Magnús Pálmi Örnólfsson sigraði á fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur með fullu húsi en hann fékk 9 vinninga úr 9 umferðum.  Í öðru sæti varð Kristján Örn með 8 vinninga og í því þriðja varð Víkingur Fjalar með 7 vinninga. Að þessu sinnu voru keppendur aðeins tíu og kepptu allir við alla (Round Robin) 7 mínútna skákir. Dræma þátttöku, að þessu sinni, má eflaust skýra með því að keppt var í áskorendaflokki á sama tíma en margir fastagestir fimmtudagsmótanna keppa á Íslandsmótinu í skák sem fram fer í Mosfellsbæ þessa dagana.

 

Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson

 

Lokastaðan:

  1   Magnús Pálmi Örnólfsson,               9     36.00

  2   Kristján Örn Elíasson,                     8     28.00

  3   Víkingur Fjalar Eiríksson,                 7     21.00

  4   Gunnar Finnsson,                           6     15.00

  5   Gunnar Friðrik Ingibergsson,            5     10.00

  6   Jón Gunnar Jónsson,                      3.5    5.25

  7   Björgvin Kristbergsson,                    3      3.50   

  8   Jóhann Bernhard Jóhannsson,         2.5    2.75

  9   Gauti Páll Jónsson,                        1      0.00

 10   Matthías Ævar Magnússon,            0      0.00