Laugardagsæfingarnar hefjast nk laugardag, 8. septemberÁratuga löng hefð er fyrir Laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur. Þær hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 8. september. Að venju fara æfingarnar fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12.

Á æfingunum eru æfingaskákmót, skákkennsla, skákþrautir ásamt ýmsum öðrum uppákomum. Þá er boðið upp á léttar veitingar um miðbik æfinganna, en sá partur er orðinn órjúfanlegur hluti af æfingunum hjá börnunum. Haldið er utan um mætingu og árangur barnanna og hverri æfingu er gerð góð skil í ítarlegum pistlum.

 

Á laugardögum kl. 11.30 – 13.30 verður boðið upp á sérstakar skákæfingar fyrir stelpur á öllum aldri. Þessar skákæfingar eru aðallega hugsaðar fyrir byrjendur. Allar stelpur, 5 ára og eldri, eru velkomnar. Allar mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur eru sérstaklega velkomnar að taka þátt í skákæfingunum! Skákþjálfari verður Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, formaður T.R. Við byrjum núna á laugardaginn 8. september!

 

Á laugardögum kl. 14 -16 verða skákæfingar fyrir börn og unglinga (stelpur og stráka) fædd 1997 og síðar. A-flokkurinn verður eingöngu opinn fyrir þau sem eru félagsmenn í T.R. og er fyrir alla unglinga fædd 1997-1999, svo og yngri börn sem eru lengra komin í skáklistinni. B-flokkurinn er opinn fyrir öll börn sem eru fædd 2000 og síðar.

 

Flokkarnir munu þó stundum vera saman í einum hópi. Fyrirkomulagið munu skákþjálfarar kynna betur á æfingunum. Skákþjálfarar á Laugardagsæfingunum verða eins og í fyrra Torfi Leósson og Daði Ómarsson, skákmenn í T.R.

 

Þátttaka á skákæfingunum er ókeypis.

 

Verið velkomin!

 

Fyrirspurnir sendist á taflfelag@taflfelag.is

 

  • Laugardagsæfingarnar