Laugalækjadrengirnir í VarnaEvrópumót grunn- og barnaskólasveita hefst í dag í Varna í Búlgaríu. Sveitir Laugalækjarskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja taka þátt þetta skiptið, eins og á síðasta ári.

Taflfélagssíðan mun á næstunni fylgjast með framvindu mála þar suðurfrá. Jafnframt skal bent á bloggsíðu G. Péturs Matthíassonar, föður Matthíasar, leikmanns Laugalækjarskóla. Síðan er aldrei að vita nema sýslumaðurinn byrji að blogga aftur!