KORNAX mótinu lokið



KORNAX mótinu 2010 – Skákþingi Reykjavíkur lauk á föstudagskvöld þegar níunda og síðasta umferð var tefld.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) hafði þegar tryggt sér sigur með 7,5 vinningi fyrir lokaumferðina, og hafði því ekki tapað skák.  Ingvar Þór Jóhannesson (2330) sigraði hann hinsvegar í lokaumferðinni og minnkaði því forskot Hjörvars í hálfan vinning.

Með sigrinum á Hjörvari tryggði Ingvar sér 2.-3. sætið ásamt Sigurbirni Björnssyni (2317) sem vann alþjóðlega meistarann, Björn Þorfinnsson (2383).  Báðir hlutu þeir 7 vinninga.  Jafnir í 4.-5. sæti með 6,5 vinning urðu alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2398) og Halldór Grétar Einarsson (2260).

Mótið var afskaplega vel heppnað og umgjörð öll hin glæsilegasta.  Að venju stýrði Ólafur S. Ásgrímsson mótahaldi af mikilli festu og röggsemi.  Beinar útsendingar á netinu voru frá hverri umferð og á Kristján Örn Elíasson veg og vanda að þeim og þá fær Halldór Grétar Einarsson þakkir fyrr aðstoð sína í kringum útsendingarnar.  Allar skákir voru birtar á netinu fljótlega eftir hverja umferð og er það mikilli eljusemi Paul Frigge að þakka.  Þá vill stjórn T.R. koma á framfæri miklu þakklæti til styrktaraðila mótsins, KORNAX, en án hans hefði umgjörð mótsins ekki orðið eins vegleg og raunin varð.

  • Lokastaðan
  • Skákir mótsins