Níunda og síðasta umferðin í KORNAX mótinu – Skákþingi Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 19.30. Að venju verða sex viðureignir sendar út beint og má fylgjast með þeim hér.
Spennan er mikil á toppnum þar sem baráttan um sigur stendur á milli Davíðs Kjartanssonar og Omar Salama en þeir deila saman efsta sætinu með 7,5 vinning, 1,5 vinningi meira en næstu keppendur. Þá munu úrslit einnig ráðast í stigaflokkunum en verðlaun eru fyrir bestan árangur í flokkum keppenda undir 2000, 1800 og 1600 stigum sem og í flokki stigalausra.
Viðureignirnar sem verða sendar beint út í kvöld eru:
- Omar Salama – Mikael Jóhann Karlsson
 - Þór Már Valtýsson – Davíð Kjartansson
 - Daði Ómarsson – Einar Hjalti Jensson
 - Vigfús Óðinn Vigfússon – Halldór Pálsson
 - Lenka Ptacnikova – Haraldur Baldursson
 - Júlíus Friðjónsson – Sigríður Björg Helgadóttir
 
- Úrslit, staða og pörun
 - Dagskrá og upplýsingar
 - Skákmeistarar Reykjavíkur
 - Mótstöflur síðustu ára
 - Myndir (JHR)
 - Skákir
 
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins