Jólaskákmót T.R. og Í.T.R. – Úrslit í yngri flokki



Tvöfaldur sigur Rimaskóla

5.-6. desember fór hið árvissa Jólaskákmót Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur fram. Þetta skákmót hefur verið haldið í áratugi og er fyrir skáksveitir frá grunnskólum Reykjavíkur. Í dag var teflt í yngri flokki en það eru nemendur úr 1.- 7. bekkjum grunnskólanna. Veitt voru verðlaun fyrir þrjár efstu drengjasveitirnar (eða opnu sveitirnar, þar sem sveitirnar eru blandaðar stúlkum og drengjum) og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Teflt var í einum flokki, 6 umferðir eftir Monradkerfi með 15. mínútna umhugsunartíma. 17 sveitir voru skráðar til leiks, þar af 4 stúlknasveitir.

 

Rimaskóli bar sigur úr býtum í báðum flokkunum. Drengjasveit Rimaskóla, A-sveit, fékk 20 vinninga af 24 mögulegum og stúlknasveit Rimaskóla, sem vann stúlknaflokkinn, varð í þriðja sæti yfir mótið í heildina með 16 vinninga, sem er glæsilegur árangur. Skemmtilegt að skóli getur státað af svo jöfnum sveitum í drengja-og stúlknaflokki. Sigursveitirnar frá Rimaskóla mættust í síðustu umferð og gerðu jafntefli á öllum borðum. En það var svo Melaskóli sem varð í 2. sæti í mótinu með 18 vinninga. Engjaskóli, A-sveit, fékk bronsverðlaunin með 14 vinninga og varð hærri á stigum en Langholtsskóli sem fékk einnig 14 vinninga. Í öðru sæti í stúlknaflokki varð Engjaskóli með 13 vinninga og í 3. sæti  varð Árbæjarskóli með 9 vinninga.

 

Fyrstu þrjár sveitirnar í hvorum flokki fyrir sig fengu medalíur og sigursveitirnar eignabikar og farandbikar til varðveislu fram að næsta Jólaskákmóti.

 

Jólaskákmótið fór mjög vel fram. Meðal keppenda voru mörg börn sem þegar hafa töluverða reynslu í keppni á skákmótum, svo lítið var um vafaatriði á meðan mótinu stóð, sem skákstjórar þurftu að skera úr um. Einn keppandinn afrekaði m.a. að tefla nokkrar umferðir, skjótast síðan að spila á tónleikum í Langholtskirkju á meðan einni umferð stóð og koma aftur og halda áfram að tefla! Ekki skemmdi svo fyrir að margir liðsstjóranna eru reyndir skákmenn og héldu vel utan um sín lið. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á meðan mótinu stóð sem er ómissandi þáttur í skákmóti sem þessu sem tekur um þrjá og hálfan tíma. Margir foreldrar, systkini, afar og ömmur voru meðal áhorfenda sem setti skemmtilegan svip á mótið. 

 

Jólaskákmótið fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir, ÍTR. Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

 

Keppni í eldri flokki fer fram á morgun, mánudaginn 6. desember og hefst klukkan 17. Eins og í dag verður teflt í félagsheimili T.R., Skákhöllinni að Faxafeni 12.

 

Heildarúrslit í yngri flokki urðu sem hér segir:

 

1. Rimaskóli A-sveit                  20 v. af 24.

2. Melaskóli                             18 v.

3. Rimaskóli-stúlkur                  16 v.

4. Engjaskóli A-sveit                 14 v. 74 stig.

5. Langholtsskóli                      14 v. 66 stig

6. Hólabrekkuskóli                    13,5 v.

7. Engjaskóli-stúlkur                  13 v.

8. Árbæjarskóli                         12,5 v.

9. Rimaskóli B-sveit                  12 v.

10. Borgaskóli 11,5 v.

11. Laugalækjarskóli11,5 v.

12. Fossvogsskóli 11,5 v.

13. Engjaskóli B-sveit 11 v.

14. Skóli Ísaks Jónssonar 10 v.

15. Selásskóli 10 v.

16. Árbæjarskóli-stúlkur 9 v.

17. Skóli Ísaks Jónssonar-stúlkur 8,5 v.

 

Rimaskóli A sveit:

  1. Oliver Aron Jóhannesson
  2. Kristófer Jóel Jóhannesson
  3. Jóhann Arnar Finnsson
  4. Viktor Ásbjörnsson

 

Melaskóli:

  1. Veronika Steinunn Magnúsdóttir
  2. Leifur Þorsteinsson
  3. Dagur Logi Jónsson
  4. Breki Jóelsson
  1. varam. Valtýr Már Michaelsson

 

Engjaskóli A-sveit:

  1. Helgi G. Jónsson
  2. Jóhannes K. Kristjánsson
  3. Ísak Guðmundsson
  4. Jón Gunnar Guðmundsson

 

Rimaskóli-stúlkur:

  1. Nancy Davíðsdóttir
  2. Svandís Rós Ríkharðsdóttir
  3. Ásdís Birna Þórarinsdóttir
  4. Tinna Sif Aðalsteinsdóttir

 

Engjaskóli-stúlkur:

  1. Honey Bargamento
  2. Aldís Birta Gautadóttir
  3. Rosa Róbertsdóttir
  4. Alexandra Einarsdóttir
  1. varam. Sara Sif Helgadóttir
  2. varam. Sara H. Viggósdóttir

 

Árbæjarskóli-stúlkur:

  1. Sólrún Elín Freygarðsdóttir
  2. Halldóra Freygarðsdóttir
  3. Ólöf Ingólfsdóttir
  4. Iveta Chardarova
  1. varam. Aníta Nancíardóttir