Jólahraðskákmót TRJólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 28. desember kl. 14.  Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótið fer fram í húsnæði TR að Faxafeni 12.  Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.