Hjálmar Sigurvaldason sigurvegari 21. þriðjudagsmóts TR í gærIMG_8069

Hjálmar Sigurvaldason .

Stigahæstu menn mótsins að þessu sinni, þeir Jon Olav Fivelstad og Helgi Hauksson, töpuðu báðir óvænt í fyrstu umferð og það opnaði ýmsa óvænta möguleika fyrir aðra keppendur. Það nýtti Hjálmar Sigurvaldason sér og með traustri taflmennsku tryggði hann sér sigur; gerði jafntefli við Sigurð Frey Jónatansson í spennandi skák í næstsíðustu umferð en vann aðrar nokkuð örugglega. Öðru sætinu náði síðan áðurnefndur Jon Olav sem náði snörpum endaspretti.

Lokastöðu að öðru leyti og einstök úrslit má sjá á Chess results.

Þriðjudagsmótin eru alla reglulega þriðjudaga í vetur og hefjast kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fjórar umferðir, tímamörk eru 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma og reiknast mótin til atskákstiga.