Helgi Áss Grétarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR



RT4_230419Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson fékk fjóra vinninga af fjórum mögulegum á fjórða þriðjudagsmóti TR sem fram fór 23.apríl. Til stóð að tefla í tveimur flokkum en sökum dræmrar þátttöku var einungis teflt í einum flokki. Örn Leó Jóhannsson hlaut þrjá vinninga í 2.sæti.

Næsta þriðjudagsmót verður haldið 30.apríl og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Mótin eru opin öllum með yfir 1400 skákstig á einhverjum lista (kappskák, atskák, hraðskák) og flokkaskipt við 1900 stigin. Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson vann fyrstu tvö mótin en Guðni Stefán Pétursson varð hlutskarpastur á þriðja mótinu.