Haraldur og Dawid efstir á U-2000 mótinu



u2000

Haraldur og Dawid munu leiða saman hesta sína í fimmtu umferð.

Haraldur Baldursson (1957) og Dawid Kolka (1907) eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum í U-2000 mótinu. Í fjórðu umferð lagði Haraldur Kjartan Ingvarsson (1822) en Dawid hafði betur gegn Jon Olav Fivelstad (1918). Hinn eitilharði Friðgeir Hólm (1739) kemur næstur með 3,5 vinning en hann hafði betur gegn Kristjáni Geirssyni (1610) í snarpri viðureign. Sex keppendur hafa 3 vinninga.

IMG_8834

Kjartan Ingvarsson náði ekki að stöðva sigurgöngu Haralds Baldurssonar.

Fimmta umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld en þá mætast m.a. Haraldur og Dawid sem og Friðgeir og Kjartan. Taflmennskan hefst kl. 19.30 og eru áhorfendur velkomnir. Alltaf heitt á könnunni!