Guðmundur með jafntefli í sjöttu umferðAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði jafntefli í gær við franska Fide meistarann Julien Lamorelle (2311) í sjöttu umferð alþjóðlegs móts í Barcelona.  Guðmundur er í 36.-77. sæti með 4 vinninga.  Stórmeistararnir Eduardo Iturrizaga og Vladimir Burmakin eru efstir og jafnir með 5,5 vinning en þrettán keppendur koma næstir með 5 vinninga.  Sjöunda umferð hefst í dag kl. 14.30 og þá hefur Guðmundur hvítt gegn heimamanni, Fide meistaranum Jordi Ayza Ballester (2226).

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results