Guðmundur með jafntefli í 6. umferð, Aron tapaði



Guðmundur Kjartansson (2356) gerði í dag jafntefli við skoska stórmeistarann Keti Arakhamia-Grant (2555) í sjöttu umferð skoska meistaramótsins sem fram fer í Edinborg.  Þegar út í endataflið var komið þar sem hvor var með drottningu og hrók ásamt þrem peðum leit út fyrir að Guðmundur hefði einhverja vinningsmöguleika.  Svo fór því ekki því Skotinn náði fram þráskák og jafntefli varð niðurstaðan eins og fyrr segir.
Aron Ingi Óskarsson (1876) tapaði fyrir Skotanum David Fowler (1752).

Guðmundur er í 4.-11. sæti með 4,5 vinning en Aron Ingi er í 80.-86. sæti með 1,5 vinning.  Efstur með 5,5 vinning er enski stórmeistarinn Mark Hebden (2468).

Á morgun mætir Guðmundur skoska stórmeistaranum Jonathan Rowson (2591) en hann er stigahæstur keppenda.  Aron Ingi teflir við Skotann Liam Ingram (1760).  Skák Guðmundar verður í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins.

Heimasíða mótsins

Skákirnar í beinni