Guðmundur Kjartansson í beinni á Politiken openGuðmundur Kjartansson er í beinni útsendingu á Politiken Cup í 3. umferð skákmótsins, sem fram fer á Amlóðaslóðum í nágrenni Kaupmannahafnar.

Guðmundur er með svart gegn Íslandsvininum Nick de Firmian, sem er Bandaríkjamaður en hefur lengi dvalist í landi Margrétar Þórhildar. Upp er kominn Spánskur leikur, Chigorin afbrigðið. Nú er vonandi, að okkar maður berjist nú í botn og uppskeri árangur erfiðis síns.

Bragi Þorfinnsson, sem hefur marga hildina háð undir merkjum T.R., er sömuleiðis í beinni útsendingu á vef mótsins, er að tefla við Gabriel Sargissian, sterkan stórmeistara frá Armeníu,en hann tefldi á Rvk open síðast. Einnig er T.R.ingurinn Peter Heine Nielsen, sem hefur teflt með T.R. í deildakeppninni, í beinni útsendingu.

Baráttukveðjur til T.R.inga og annarra Íslendinga á Politiken Cup.