Guðmundur byrjar vel í BadalonaAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur 4,5 vinning að loknum sex umferðum og situr í 4.-14. sæti í opnu alþjóðlegu móti í Badalona á Spáni.  Eftir tap í annari umferð hefur hann verið á góðu flugi þar sem hann vann þrjár skákir í röð, þar á meðal gegn tveimur alþjóðlegum meisturum, og í sjöttu umferð gerði hann jafntefli við stigaháan (2516) alþjóðlegan meistara frá Kúpu.  Í sjöundu umferð mætir hann enn alþjóðlegum meistara, í þetta sinn heimamanni með 2449 stig.