Góður dagur á PolitikenÞað var heilt yfir litið ágætis dagur á Politiken Cup í dag og stóðu Íslendingarnir sig jafnan ágætlega. Guðmundur Kjartansson sigraði í sinni skák og varð efstur Íslendinga ásamt Braga Þorfinnssyni frá Löngumýri og Gylfa Þórhallssyni frá Akureyri með 6.5. vinninga af tíu mögulegum. Aron Ingi Óskarsson sigraði einnig í sinni skák og hlaut 4.5 vinninga.

Þröstur Þórhallsson og Sverrir Norðfjörð gerðu báðir jafntefli. Þröstur fékk sex vinninga, en Sverrir 3.5.

Nánari upplýsingar um úrslit má finna á www.skak.is