Góður árangur TR-inga á Íslandsmóti barnaskólasveitaÁ Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Rimaskóla laugardaginn 7. febrúar tóku 40 sveitir þátt hvaðanæva af landinu (vel yfir 160 skákkrakkar tefldu í mótinu!). Nokkrir T.R.-ingar voru þar á meðal keppenda fyrir sína skóla. Vert er að minnast á frammistöðu tveggja T.R.-inga í mótinu, þeirra Birkis Karls Sigurðssonar (1355) og Friðriks Þjálfa Stefánssonar (1645). Þeir tefldu báðir á 1. borði fyrir sína skóla, Birkir Karl fyrir Salaskóla og Friðrik Þjálfi fyrir Grunnskóla Seltjarnarness, og fengu báðir borðaverðlaun fyrir taflmennsku á 1. borði. Þeir unnu báðir allar sínar skákir, 7 að tölu, í mótinu! Ekki nóg með það. Því á sunnudeginum tefldi Birkir Karl þrjár skákir til viðbótar í úrslitakeppni milli Rimaskóla, Grunnskóla Vestmannaeyja, Salaskóla og Glerárskóla Akureyri, og þar vann hann einnig allar þrjár skákirnar! Frábær frammistaða!